SANNGJÖRN LAUNAKRAFA

Krafa verkalýðsins: Laun hækki upp í

neysluviðmið

velferðarráðuneytis.

 

Lágmark.


Sök stjórnar,að atvinnurekendur bjóða ekkert!

Samningar verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en atvinnurekendur hafa samt ekki boðið eitt einasta prósent í kauphækkun.Ég tel það að miklu leyti sök ríkisstjórnarinnar.Ráðherrarnir hafa í tíma og ótíma verið að kjafta um það að sennilega væri ekkert svigrúm hjá atvinnulífinu fyrir launahækkanir; þetta sjónarmið var meira að segja sett strax inn í stjórnsarsáttmálann!Þó var niðursveifla efnahagslífsins ekki byrjuð þá en íhaldinu þótti best að setja þetta inn í sáttmálann strax og ekki stóð á KJ að styðja þetta sjónarmið.Þar gekk ekki hnífurinn á milli BB og KJ.Og hefur ekki gert síðan.
Þarna var línan mörkuð og SA hefur fylgt henni dyggilega.Í öðru orðinu segir stjórnin,að atvinnurekendur eigi að semja en í hinu orðinu markar stjórnin stefnuna og leggst gegn kauphækkunum.Stefna BB gildir: Engar kauphækkanir enga hækkun lífeyris.- Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til funfar nú milli jóla og nýárs en ég á ekki von á,að neitt gerist nema þá það,að fram komi ,að SA bjóði engar launahækkanir en þeir bjóða sennilega viðræður um styttingu vinnutíma og ef til vill um ráðstafanir í húsnæðismálum,sem þeir ætlast til að stjórnin leysi. Sennilega hefði verið skynsamlegra að boða stjórnina til fundar í stað SA enda er SA í skjóli stjórnarinnar.
 
Björgvin Guðmundsson

Berjast fyrir launum skv neysluviðmiði velferðarráðuneytisins!

Þrír verkalýðsforingjar voru í viðtali á Útvarpi Sögu í gærkveldi um kjaramálin og stjórnmálin. Gunnar Smári ræddi við þá.Verkalýðsforingjarnir voru þessir: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar,Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgissson,formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vilhjálmur sagði,að kröfur verkalýðshreyfingarinnar í kjaradeilunni nú væru rétt nægjanlegar til þess að tryggja verkafólki þau laun,sem velferðarráðuneytið teldi að þurfti til framfærslu samkvæmt neysluviðmiði ráðuneytisins.Árið 2015 hefði KJ, forustumaður flokksins,sem leiddi ríkisstjórnina, barist fyrir nákvæmlega sömu launum.En nú væri talið að nákvæmlega sömu laun mundu setja efnahagslífið í uppnám!
Verkalýðsforingjarnir voru sammála um,að KJ hefði brugðist.Ekki væri staðið við nein kosningaloforð.Verkalýðsforingjarnir voru sammála um að hvika ekki frá þeim launum,sem mundu tryggja verkafólki mannsæmandi laun.
Ég er sammála þeirri stefnu.Ég tel Íslandi til skammar,að lægstu laun á Íslandi skuli í dag vera 235 þús kr á mánuði eftir skatt.Það lifir enginn af þeirri hungurlús.Stjórnvöld berjast gegn því,að .þessi hungurlús hækki og um leið berjast þau gegn því,að lægsti lífeyrir hækki.Stjórnvöld vilja hafa hvort tveggja við fátæktarmörk,við sultarmörk."Róttæki sósialistaflokkurinn " vill í dag halda launum og lífeyri niðri svo flokkurinn fái áfram að vera í stjórn með íhaldinu.Það er gjaldið sem þarf að greiða fyrir hégómann,há laun og hlunnindi!!
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Bloggfærslur 27. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband