Mjög lítil virðing borin fyrir lögum og stjórnarskrá!

 

Það er athyglisvert hve lítil virðing er borin fyrir lögum og stjórnarskrá á Íslandi. Þegar ráðherrum er bent á, að skipan þeirra í embætti eða önnur stjórnarathöfn sé brot á stjórnarskrá þá segja þeir einfaldlega: Það verður þá bara kært.Svo einfalt er það í þeirra huga. Virðing fyrir stjórnarskrá er engin og enn minni fyrir lögum.Þetta kæruleysi gagnvart lögum og stjórnarskrá er sennilega ástæða þess að lög og stjórmarskrá eru stöðugt brotin gagnvart öldruðum og öryrkjum.Frá því ég fór að fylgjast með málefnum aldraðra og öryrkja fyrrir 16 árum hafa lög stöðugt verið brotin á öldruðum og öryrkjum,einkum ákvæðið um,að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launahækkanir ( taka mið af launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs).Það er alveg sama hvaða flokkar hafa verið við völd; þetta ákvæði hefur stöðugt verið brotið.
Stjórnarskrárbrotin eru ef til vill ekki eins augljós en ég tel þó að stjórnarskráin sé margoft brotin á lífeyrisþegum. Í íslenskum lögum stendur að ekki megi mismuna borgurunum,ekki megi láta aldraða sæta mismunun; þeir eigi að njóta jafnréttis á við aðra borgara.Þessi ákvæði eru stöðugt brotin t.d. í heilbrigðiskerfinu.Þar eru þeir yngri teknir fram fyrir þá eldri.T.d. fá eldri borgarar á hjúkrunarheimilum ekki sömu læknisþjónustu og þeir yngri fá á spítölum. Þá eru jafnréttisákvæði í stjórnarskránni ; þau eru oft brotin á öldruðum og öryrkjum.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Hoggið í sama knérunn og áður!

Sú ákvörðun Tryggingastofnunar og ríkisstjórnar að fresta framkvæmd laga og níðast á öryrkjum allan janúar í staðinn er yfirgengileg og leiðir í ljós,að halda á uppteknum hætti 2019.Hér á ég við ný lög alþingis um að hætta eigi skattlagningu uppbóta öryrkja á lífeyri,uppbóta vegna reksturs bifreiða o.fl Alþingi samþykkti að lögin ættu að taka gildi 1.janúar 2019.Fulltrúar Tryggingastofnunar voru boðaðir í alþingi,þegar unnið var að afgreiðslu málsins.Tryggingastofnun var því með í ráðum og vissi allt um gildistöku málsins. Það er því alger fyrirsláttur hjá stofnuninni,að TR hafi ekki vitað um málið fyrr en rétt fyrir áramót.En stjórnvöld og TR eru orðin svo vön að valta yfir öryrkja (og aldraða raunar einnig) að þessir aðilar telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum! Og óvirðing stjórnvalda og TR við lög og reglur er svo mikil,að þessir aðilar komast upp með allt,sbr. hvernig þeir geta stöðugt níðst á öryrkjum í krónu móti krónu skerðingar málinu.- Það á ekki að réttlæta framferði stjórnvalda og TR á nokkurn hátt.Hér er verið að brjóta lög á öryrkjum,Svo einfalt er það. Það er enginn ljós punktur í málinu.Þetta er lögbrot, Þetta er svívirða.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


SAMA HUNGURLÚS LÍFEYRIS OG 2018

Samkvæmt reiknivél TR eru greiðslur TR til aldraðra sem hér segir 2019:Býr einn: Ellilífeyrir 248 þús,heimilisuppbót 63 þús tæpl..Alls tæp 311 þús.Samtals eftir skatt 252 þús. Ca. 25% fá heimilisuppbót,hinir fá aðeins 248 þús kr á mán.-Þetta er sama hungurlúsin og var 2018.
Á maka,býr ekki einn:Ellilífeyrir 248 þús.Samtals eftir skatt 213 þús tæpar.- Eins og ég hef sagt áður er þessi "hækkun" ekki nægileg fyrir verðbólgunni.Raunhækkun er því engin. Verðhækkanir eru þegar byrjaðar.Strætisvagnar hafa hækkað verð um 4%,heimsendur matur til aldraðra hefur hækkað og verð í matvöruverslunum einnig enda þótt gengið hafi styrkst nokkuð og ekki hafi eingöngu verið um gengisveikingu að ræða.Bensín hækkar.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 4. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband