Alþingi kallað saman á föstudag.Forseti hefur sett allt í uppnám

átti ekki að koma saman fyrr en 26. janúar en vegna synjunar forsetans á Icesave lögunum hefur nú verið ákveðið að þingmenn komi úr jólafríi á föstudag. Forsætis- og fjármálaráðherra réðu í kvöld ráðum sínum með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna.

Þau Jóhanna og Steingrímur kölluðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna einn af öðrum á sinn fund. Fyrstur kom Þráinn Bertelsson, þá Sigmundur Davíð svo Bjarni Benediktsson og Birgitta Jónsdóttir.

Fyrr í kvöld funduðu þau með aðilum vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ sagði að loknum þeim fundi að tíðindi dagsins hefðu engin sérstök áhrif á stöðugleikasáttmálanum. Áfram yrði staðið vörð um hann. En framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir synjunina ekki hjálpa til við að efla atvinnulíf í landinu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fundinn með Steingrími og Jóhönnu að þau hefðu farið yfir stöðuna og kynnt fyrstu viðbrögð við synjun forsetans. Þá hafi þau kynnt að þingið yrði kallað saman og að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu yrði lagt fram. Hann var bjartsýnn á að það yrði samþykkt og sagði mikilvægt að samstaða næðist um það í þinginu hvaða rammi ætti að vera um þjóðaratkvæðagreiðsluna.(ruv.is)

 

 

Eðlilegt er að alþingi sé kallað saman eftir ákvörðun forseta um að neita að staðfesta lögin um Icesave. Þessi ákvörðun setur allt í uppnám og stórskaðar þjóðarbúið. Það liggur við að forsetinn sé að rífa niður það,sem hafði verið byggt upp.Það er mikil spurning hvort málskotsréttur forseta á að  taka til milliríkjasamninga eins og Icesave.Það er erfitt að semja við aðrar þjóðir,ef löglega kjörin ríkisstjórn hefur ekki vald til slíkra samninga þar eð forsetinn getur allaf fellt þá úr gildi. Sennilega væri rétt að taka málskotsréttinn af forseta og setja í staðinn lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.

 

Björgvin Guðmundsson


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband