Forsetinn hundsaði óskir forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi forseta Íslands bréf áður en hann tók ákvörðun um að synja lögunum um Icesave staðfestiingar.Nefndi hún þar helstu röksemdir fyrir því að nauðsynlegt væri að staðfesta lögin svo sem að það hefði slæm áhrif á efnahag og lánshæfi landsins ef ekki væri staðfest.Einnig óskaði hún eftir sérstökum fundi með forseta.Forseti hundsaði þessar óskir forsætisráðherra.

Forseti lofaði að láta forsætisráðherra vita um ákvörðun sína áður en hún væri kynnt fjölmiðlum. Hann stóð ekki við það. Hins vegar hringdi hann til Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra og tilkynnti honum þá ákvörðun sína að staðfesta ekki fjölmiðlalögin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er hvort forsetinn okkar blessaður sé bara læs á það sem kemur frá stjórnarandstöðunni?

Þessi ákvörðun á eftir að verða okkur dýr, rándýr.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband