Meirihluti telur,að Íslandi beri ekki að borga neitt

Samkvæmt könnun MMR telja 60% að Íslandi beri ekki að ábyrgjast greiðslur til innistæðueigenda Ícesave í Bretlandi  og Hollandi.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. En það  er orðið of seint fyrir Ísland að fara þá leið að neita alfarið að borga nokkuð.Ísland samþykkti þegar haustið 2008 í viðræðum við ESB að borga og það var samþykkt þingsályktun þar um á alþingi.Síðan hafa tvívegis verið samþykkt lög á alþingi sem fela það í sér að Ísland ætli að borga lágmarksupphæðir.Þegar svo er komið er orðið of seint að neita að borga.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvaða lög ert þú að tala um... það eru engin lög í gildi. 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæl Ingibjörg Guðrún!

Það hafa tvívegis verið samþykkt lög á alþingi um málið.Seinni lögin hafa verið felld úr gildi.Eldri lögin gilda en í þeim var fyrirvari og viðsemjendur okkar hafa ekki fallist á þann fyrirvara.Þess vegna gildir ekki ríkisábyrgðin,sem eldri lög kveða á um. En ég var aðeins að geta um það sem alþingi hefur samþykkt varðandi Icesave til þess að benda á,að það hefur komið fram skýr vilji hjá alþingi varðandi það að Ísland vill ábyrgjast lágmarksupphæðir (rúmar 20 þús. evrur á mann) og þess vegna er sú leið ekki fær að neita alfarið að borga.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 10.3.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Hvernig er hægt að ábyrgjas 20 000 evrur á mann ef engin ríkisábirgð?  Lögin kveða um að Tryggingainnisstæðusjóðurinn borgi fyrir icesave og ef það vantar uppá þá er ekki hægt að fara í ríkissjóð.  Þannig að það er hægt að seiga að við ábyrgjumst 20 000 evrur eins og lögin kveða.

Sævar Guðbjörnsson, 10.3.2010 kl. 11:55

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Björgvin enda hef ég alltaf sagt það, að borga lágmarksupphæð sé ekki það sem að málið sé að snúast um ef að okkur ber skylda til, heldur hver er skylda og lagalegur réttur okkar sem og ábyrgð á því að við Íslendingar séum einir látnir bera þetta mikla klúður og tjón sem að Eigendur þessa Einkafyrirtækis ollu... Það að við erum búin að fella samning 2 og Bretar og Hollendingar höfnuðu sjálfir samning 1.( Þess vegna var samningur 2 gerður, vegna þess að samningi 1 var hafnað.) Þá fyrir mér er engin samningur í gildi til að semja um þennan Icesave reikning...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 12:36

5 identicon

Mér hefur aldrei fundist þjóðin bera ábyrgð á Icesave- eru það ekki eigendur Landsbankans, sem eiga að borga ? Við almenningur áttum engan þátt í þessum blekkingarleik

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband