Meirihluti vill þjóðaratkvæði um kvótakerfið

Ríflega 6 af hverjum 10 landsmönnum vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Fréttblaðið gerði og birtir í dag.

 60,3 prósent aðspurðra sögðu já við spurningunni: „Vilt þú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins.“ Mikill munur var á afstöðu aðspurðra eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. 72 prósent þeirra sem styðja stjórnarflokkana vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en 46 prósent stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Tæp 87 prósent 800 manna úrtaks svöruðu spurningunni.(ruv.is)

 

Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Og þá þýðir ekkert að greiða atkvæði um einhverja moðsuðu,sem "sáttanefndin" sýður saman.Það verður að greiða atkvæði um það hvort innkalla eigi kvótana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband