Laugardagur, 20. mars 2010
Eigum við að afþakka lánin frá Norðurlöndunum?
Ingvi Örn Kristinsson hagfræðingur var gestur hjá Ingva Hrafni á sjónvarpsstöðinni INN í dag. Þeir ræddu m.a. aðstoð AGS til Íslands. Ingvi Örn spurði hvað þyrfti til að koma til þess að Ísland fengi lánið frá AGS,sem haldið er föstu og ekki fæst greitt út.Ingvi Örn sagði,að ein leiðin væri sú að Ísland fengi lán hjá öðrum þjóðum í stað Norðurlandanna. Norðurlöndin gera það að skilyrði fyrir því að greiða út sín lán til Íslands að Icesave deilan verði leyst.AGS gerir það að skilyrði fyrir útgreiðslu,að Norðurlöndin greiði út sín lán. Þetta er sjálfhelda.Ef Ísland fengi lán hjá öðrum þjópum,t.d. Kína,Japan og Kanada án skilyrða gæti Ísland afþakkað lánin frá Norðurlöndunum. Hér er ef til vill komin leið til lausnar málinu. Ísland ætti að vinda sér í að fá lán hjá öðrum þjóðum.Ég er viss um að framangreindar þjóðir mundu lána okkur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.