Laugardagur, 17. apríl 2010
Ingibjörg Sólrún grét eftir tilfinningarþrungna ræðu
Hún sagðist hafa brugðist sjálfri sér og Samfylkingunni þau tvö ár sem hún var í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hún hafi brugðist þegar hún leiddi flokkinn í ríkisstjórnarsamstarf sem gat ekki tekið á þeim mikla vanda sem við blasti. Fundargestir risu á fætur og gáfu henni dynjandi lófatak þegar hún gekk grátandi úr ræðustól.(ruv.is)
Ingibjörg Sólrún sýndi mikið hugrekki með því að flytja þessa ræðu.Það var rétt sem hún sagði.Það voru mistök að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og m.a. þurfti Samfylkingin að ita kvótamálinu út af borðinu til þess að greiða fyrir stjórnarsamstarfinu.Samfylkingin átti aldrei að fórna kvótamálinu fyrir stjórnarsamstarfið en auk þess gat stjórnin ekki tekið á þeim mikla vanda sem við blasti eins og Ingibjörg Sólrún sagði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Kvótakerfið var komið á í tíð Alþíðuflokks, Alþíðubandalag og Framsókn svo það sé á hreinu.það eiga örugglega fleiri eftir að tárast.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.