Sunnudagur, 9. maí 2010
Dagar Brown sem leiðtoga Verkamannaflokksins sennilega taldir
Enn er ekki ljóst hvernig fer með stjórnarmyndun í Bretlandi.Trúlegast er þó að mynduð verði stjórn Íhaldsflokksins og frjálslyndra en þó er það ekki öruyggt.Íhaldsflokkurinn vill ekki samþykkja þær breytingar á kjördæmaskipan sem frjálslyndir fara fram á. Íhaldsmenn vilja skipa nefnd um málið en slæm reynsla er af því. Annað mál,sem veldur ágreiningi milli flokkanna er Evrópumálin.Íhaldsmenn draga lappirnar í þeim málum og vilja jafnvel stíga skref til baka í Evrópumálum. Frjálslyndir eru hins vegar Evrópusinnar.Ef viðræður Íhaldsflokksins og frjálslyndra springa tekur Verkamannaflokkurinn við og reynir að semja við frjálslynda.Verkamannaflokkurinn vill gera breytingar á kjördæmaskipaninni og leggja málið undir þjóðaratkvæði. Báðir flokkarni eru Evrópuflokkar. En ekki er víst að frjálslyndir samþykki Brown sem forsætisráðherra.Hann verður því ef til vill að stíga til hliðar og hleypa öðrum að. Brown er orðinn mjög óvinsæll eins og nýleg skoðanakönnun sýnir. Hann fór með Verkamannaflokkinn of langt til hægri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.