Frjálslyndir með oddaðstöðu í Bretlandi

Forystumenn Frjálslyndra demókrata í Bretlandi segja að samkomulag um samsteypustjórn kunni að vera í höfn í dag, en þeir standa í viðræðum bæði við Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn og geta ráðið hvor stóru flokkanna leiðir nýja ríkisstjórn.

Nick Clegg, formaður Frjálslyndra demókrata, segir að ekki hafi náðst árangur um samvinnu við íhaldsmenn og því hafi viðræður við Verkamannaflokkinn verið hafnar. Talið er að tilkynning Gordon Brown þess efnis að hann segi af sér embætti formanns Verkamannaflokksins í september auki líkur á að mynduð verði stjórn með Verkamannaflokknum. Talsmenn Frjálslyndra segja að ekki sé inni í myndinni að fá þjóðernissinna og græningja með í samsteypustjórn.

Eitt helsta baráttumál Frjálslyndra demókrata er að breyta, að þeir telja, óréttlátu kosningakerfi og hverfa frá einmenningskjördæmum og taka upp hlutfallskosningu. Bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn bjóða breytingar og þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt kosningakerfi til þess að vinna hylli Frjálslyndra demókrata. Fundur þingmanna Frjálslyndra um stöðuna stóð fram á nótt, en engin ákvörðun var tekin um hvort stjórnarsamstarfið verður við Verkamannaflokkinn eða Íhaldsmenn(riv.is)

Erfitt er að spá í hvort frjálslyndir mynda stjórn með íhaldsmönnum eða Verkamannaflokknum.Sennilega fer það eftir því hvor flokkurinn teygir sig lengra til þeirra í kjördæmamálinu.Svo virðist sem Verkamannaflokkurinn vilji teygja sig lengra í því máli. En þá er einn hængur á: Slík stjórn hefði ekki meirihluta og frjálslyndir vilja ekki taka smáflokka inn.Svo málið er snúið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband