Það er verið að brjóta mannréttindi á öldruðum

Árið 2009 nam meðaltalshækkun neysluverðs 12%.Árið áður 2008 nam þessi hækkun tæplega 20%.Í dag er verðbólgan 8,3%,þ.e. hækkun neysluverðs undanfarna 12 mánuði.Þorri eldri borgara hefur enga verðlagsuppbót fengið á lífeyri sinn á þessu tímabili  þrátt fyrir þessar miklu verðlagshækkanir.

Launþegar hafa hins vegar fengið kauphækkanir til þess að vega upp á móti þessum verðlagshækkunum. Þannig fengu launþegar með laun undir 220 þús. á mánuði 13000 kr. kauphækkun sl. ár og 2,5% hækkun um sl. áramót. Þessir launþegar fá síðan aftur hækkun 1.júní n.k. Á sama tíma og þetta gerist fá aldraðir og öryrkjar enga hækkun á sinn lífeyri.Það þýðir í rauninni,að það er  verið að rýra verðgildi  lífeyris þeirra stöðugt,þar eð verðlag hækkar án þess að lífeyrir hækki samsvarandi. Verðlagsuppbót vegna 20% hækkunar verðlags 2008 var höfð af þorra lífeyrisþega. Aðeins 412 ellilífeyrisþegar fengu fulla verðlagsuppbót 1.jan. 2009. Hinir fengu  enga verðlagsuppbót.Aldraðir og öryrkjar hafa enga verðlagsuppbót fengið allt árið 2009 þrátt fyrir 12% meðaltalshækkun verðlags.Og engin verðlagsuppbót hefur verið greidd á lífeyri á þessu ári.

Það er verið að mismuna launþegum og  öldruðum freklega í þjóðfélaginu með því að hækka laun verkafólks en skerða lífeyri aldraðra og öryrkja beint og óbeint.Þetta er mannréttindabrot.Í lögum um málefni aldraðra segir,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband