ASÍ segir sig frá stöđugleikasáttmálanum

Miđstjórn ASÍ gagnrýnir ríkisstjórnina harđlega fyrir ađ standa ekki viđ fyrirheit um starfsendurhćfingu í stöđugleikasáttmálanum og samtökin hafa ţví ákveđiđ ađ segja sig formlega frá stöđugleikasáttmálanum. Lögbinding ţessara ákvćđa var síđasta hálmstráiđ sem rökstuddi ađild ASÍ ađ sáttmálanum ađ ţví er segir í tilkynningu frá ASÍ. „Nú er sú von ađ engu orđin og lýsir miđstjórn ASÍ ţví formlega yfir ađ engar forsendur eru fyrir ađkomu ţess ađ frekari samstarfi á ţeim grunni."

Ţannig segir í ályktun ASÍ um máliđ.Ljóst er,ađ ASÍ vill losna undan stöđugleikasáttmálanum áđur en hafinn verđur undirbúningur nýrra kjarasamninga. Áđur hefur SA sagt sig frá sáttmálanum. Ekki er ţó vist,ađ auđveldara verđi ađ ná nýjum kjarasamningum ţó ţessir ađilar segir sig frá stöđugleikasáttmálanum. Eins og ástandiđ er í ţjóđfélaginu og á vinnumarkađnum er engin von til ţess ađ ná nýjum kjarasamningum án atbeina stjórnvalda. Svigrúmiđ er hins vegar mjög  lítiđ´.

Björgvin Guđmundsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband