Laugardagur, 26. júní 2010
Samfylkingin fékk viðvörun
Þetta er þriðji fundur flokkstjórnar Samfylkingarinnar á árinu. Hann hófst klukkan tíu í morgun með erindi Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræðings, sem fór yfir úrslit sveitarstjórnarkosninganna í maí, kosninga þar sem flokkurinn hlaut slaka útkomu, sérstaklega í Reykjavík. Þetta er aðalumfjöllunarefni fundarins, sem ber yfirskriftina Skilaboð kjósenda. Fjölmiðlum var ekki leyft að fylgjast með fundinum í morgun, þeim verður aðeins hleypt inn til að fylgjast með ræðu formanns flokksins og kynningu umbótanefndar á eftir.
Samkvæmt dagskrá standa nú yfir málstofur, um stöðu flokksins í sveitarstjórnum, í ríkisstjórnarsamstarfinu með Vinstri Grænum og um viðbrögð og aðgerðir flokksins eftir hrunið og útkomu rannsóknarskýrslunnar. Formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, stígur í pontu eftir hádegi og eftir ræðu hennar verður starf umbótanefndar flokksins kynnt. Sú nefnd var sett á laggirnar í vor og er ætlað að fjalla um störf og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins. Af samtölum við flokksmenn má ráða að þetta málefni verði áberandi þegar almennar umræður hefjast síðar í dag.(visir.is)
Slakt gengi flokksins í sveitarstjórnarkosningum má túlka sem viðvörun til flokksforustunnar og ábendingu um að standa sig betur við að framkvæma stefnumál flokksins. Flokkurinn hefur ekki staðið sig nógu vel í velferðarmálum og ekki heldur í kvótamálinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.