Kvótakerfið: Nefndin leggur fram 2 leiðir!

Starfshópur um endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu er að ljúka störfum. Drög að heildarskýrslu verða lögð fyrir á fundi hópsins í dag. Stefnt er að því að skýrslan líti dagsins ljós í næstu viku.

„Við eigum eftir að sameinast um niðurstöðu en ég vonast til að leggja hana fram á morgun [í dag]. Okkur var falið að velta upp valkostum og möguleikum. Við munum ekki leggja fram útfærða tillögu eða lagabreytingar en verkefnið á morgun er meðal annars að draga fram meginlínur þessarar vinnu", segir Guðbjartur Hannesson, formaður starfshópsins, spurður um hvort afdráttarlaus sátt eða niðurstaða hafi náðst.

Tvær leiðir hafa verið nefndar til sögunnar. Svokölluð samningaleið sem hagsmunaaðilar aðhyllast, en hún byggir á núverandi fyrirkomulagi. Hins vegar er útfærsla á fyrningarleið stjórnvalda; svokölluð tilboðsleið. Spurst hefur úr starfshópnum að samningaleiðin sé ofan á. Guðbjartur rengir það ekki en ítrekar að niðurstaða liggi ekki fyrir. - (visir.is)

Það eru furðuleg vinnubrögð hjá svokallaðri sáttanefnd ef hún leggur til tvær leiðir.Það sýnir,að nefndin hefur gefist upp á verkefni sínu Hún hefur gugnað fyrir hótunum LÍÚ. Önnur leiðin sem nefndin leggur til er  óbreytt ástand  með smá breytingu hins vegar er tilboðsleið,útfærsla á fyrningarleið. Ég lagði til í blaðagrein,að  þessi nefnd yrði slegin af og ríkisstjórnin tæki málin í eigin hendur. Það hefði verið nær.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband