Tryggja þarf álverinu í Helguvík næga raforku

Ágúst Hafberg, talsmaður Norðuráls segir að ríki, sveitarfélög og orkufyrirtæki þurfi að afgreiða sín mál svo álverinu í Helguvík verði tryggð næg raforka. Samningar fyrirtækisins við HS orku eru í uppnámi og Norðurál fjarri því að hafa tryggt álveri fyrirtækisins í Helguvík nægilega raforku fyrir fulla framleiðslugetu álversins eða 360 þúsund tonn.

HS orka ætlaði að útvega álverinu orku með stækkun á Reykjanesvirkjun en enn hefur ekki fengist leyfi fyrir slíkri stækkun. Þrátt fyrir að þeir samningar takist vandar enn um 300 MW uppá að anna orkuþörf fyrirtækisins.
 
Álverið í Helguvík verður byggt í fjórum áföngum og raforka fyrir fyrstu tvo þeirra er tryggð að sögn Ágústs með orku frá Reykjaness-, Hverahlíðar- og Hellisheiðarvirkjun. Halda þurfi þó áfram til að tryggja hina áfangana tvo.

Ágúst, sem er  framkvæmdastjóri samskiptasviðs Norðuráls, segist bjartsýnn á að þeir fái þá orku sem til þurfi svo allir fjórir áfangar álversins í Helguvík verði að veruleika. Hann bendir á þá staðreynd að álverið skapi mörg störf og tekjur. Það séu því stærri hagsmunir en einungis fyrirtækisins að koma málinu af stað.(ruv.is)

Ekki dugar að láta stjórnmáladeilur innan lands hindra það að næg raforka fáist fyrir Helguvík.Hér er um að ræða mjög mikilvægt atvinnufyrirtæki,sem er í byggingu og mun tryggja mörgum atvinnu. Það verður að komast upp og í gang.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband