Jóhanna:Mikill áfellisdómur yfir þingi,stjórnkerfi og fjármálakerfi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sé mikill áfellisdómur fyrir þingið, þingmenn, stjórnkerfið, fjármálakerfið og stjórnkerfið. Hún vonast til þess að niðurstöður nefndarinnar rói almenning.

„Þetta er mikill áfellisdómur“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra við fréttamenn þegar þingmannanefnd sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis hafði skilað niðurstöðum sínum.

„Það er ljóst að nefndin er þríklofin en við skulum líta til þess að þetta er landsdómur og þingmenn eru settir í mjög erfiða stöðu. Við förum með ákæruvaldið í þessu og þetta hef ég gagnrýnt gegnum tíðina og viljað fá breytt“, segir Jóhanna.

Aðspurð um það hvort að hún haldi að þetta sé heiðarlegt uppgjör við hrunið sagðist hún þurfa að fá tækifæri til að lesa skýrsluna sem er um 200 blaðsíður.

Um það að fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni vilja ekki ákæra neinn segir hún: „Afstaða mín til Sjálfsæðisflokksins í þessu og mörgum málum kemur mér stundum á óvart.“

Hún segist vona að þinginu sé treystandi til að leiða málið sómasamlega til lykta og hún segir það vekja athygli sína að það séu tveir flokkar á þingi sem vilja ekki rannsókn á einkavæðingu bankanna.(ruv.is)

Það er rétt hjá forsætisráðherra,að skýrsla þingmannanefndarinnar er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu og fjármálakerfi.Mesta athygli vekur þó tillaga meirihluta  nefndarinnar um að draga 4 ráðherra fyrir landsdóm.Ég er alls ekki sammála því að Ingibjörg Sólrún sé  ákærð.Hún hafði ekkert með efnahagsmál að gera í utanríkisráðuneytinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband