Þriðjudagur, 5. október 2010
Bankar hafa afskrifað 54,7 milljarða hjá 8 fyrirtækjum
Í skýrslu eftirlitsnefndar sérstækri skuldaaðlögin kemur fram að bankarnir höfðu 30. júní síðastliðinn fellt niður skuldir hjá átta fyrirtækjum upp á samtals 54,7 milljarða króna. Ekki kemur fram í skýrslunni hvaða fyrirtæki þetta eru.
Í lögum stendur að fjármálafyrirtæki eigi að skila upplýsingum til eftirlitsnefndarinnar á hverjum ársfjórðungi um þau fyrirtæki sem hafa fengið afskrifað meira en einn milljarð króna. Með því er átt við eftirgjöf skulda sem getur falið í sér lækkun höfuðstóls, breytingu skuldar í víkjandi llán eða breytingu á víkjandi láni í hlutafé eða annað eigið fé.
Eins og áður segir kemur ekki fram um hvaða fyrirtæki ræðir, en samtals eru þetta 54,7 milljarðar króna. Það kemur hins vegar fram að af þeirri upphæð hafi þrjú fasteignafyrirtæki fengið felldar niður 30,3 milljarða, en hin fimm fyrirtækin fengu 24,3 milljarða fellda niður.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.