Mikill kraftur býr í samstöðu kvenna.Hvernig á að nota þennan kraft?

Það er ótrúlegt,að 50 þúsund konur skyldu safnast saman í miðbæ Reykjavíkur í gær í snarvitlausu veðri.Konurnar létu veðrið ekki aftra sér.Með þessu sýndu konurnar  gífurlega mikla samstöðu. Það býr  mikill kraftur í þessari samstöðu kvennanna.Spurning er hvort konurnar geti notað þessa samstöðu til þess að ná fram sínum markmiðum betur en áður.Það er einkum á sviði launamála,sem lítið þokast. Þar þarf að fara nýjar leiðir til þess að knýja fram algert launajafnrétti.Mér dettur tvennt í hug:1)Konurnar gætu sett stjórnvöldum úrslitakosti.Full launajafnrétti ætti að vera komið til framkvæmda innan eins árs,ella yrði allsherjarverkfall kvenna.2)Konurnar stofnuðu nýjan kvennalista og byðu fram. Það væri nú sérstaklega góður jarðvegur fyrir slíkt framboð.Konurnar mundu sópa að sér atkvæðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband