Lilja finnur nýtt deiluefni

Nú hefur Lilja Mósesdóttir þingmaður VG fundið nýtt  deiluefni.Hún skammast yfir því að ríkisstjórnin hafi verið of fljót á sér að samþykkja atvinnumálaáætlun,Ísland 2020. Hún segir,að þingflokkar stjórnarinnar hafi verið eftir að fjalla um málið.Áður var fundið að því að ríkisstjórnin væri of sein á sér,einkum í atvinnumálum. Já,það er vandlifað.Lilja Mósesdóttir hefur einnig komið auga á það,að einhver af markmiðum atvinnumálaáætlunarinnar eru mjög lík markmiðum Mastrict markmiða ESB.Lilja og einhverjir fleiri í VG segja,að það sé verið að undirbúa upptöku Evru með þessum markmiðum. Ja,það skyldi nú ekki vera,að Katrín Jakobsdóttir,varaformaður VG,sem leiddi vinnu við atvinnumálaáætlunina ásamt Degi B. Eggertssyni,hafi verið að undirbúa aðild okkar að ESB með vinnu við Ísland 2020.

Meðal markmiða Ísland 2020 er að atvinnuleysi verði komið niður fyrir 3% 2020,skuldir Íslands verði ekki meiri en  60% af landsframleiðslu og að verðbólga verði ekki meiri en 2% stig umfram verðbólgu í 3 ríkjum ESB,þar sem verðbólga er lægst og vextir ekki meira en 3 % stig umfram vexti í þeim ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir.Þetta eru góð markmið en óneitanlega er það grunsamlegt,að ESB skuli nefnt,þar sem rætt er um verðbólgu-og vaxtamarkmið!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband