Sá,sem fær 50 þús. á mánuði frá lífeyrissjóði fær aðeins 134.140 á mánuði fyrir skatt frá TR

Á heimasíðu Tryggingastofnunar er nú unnt að sjá útreikning á tryggingabótum eftirr að ákveðið var á alþingi að hækka lágmarksframfærslutryggingu um 2,3%.(verðbætur).Hjá einhleypum ellilífeyrisþegum,sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR er lífeyrir nú 184,140 fyrir skatt.Lífeyrisþegi,sem hefur 50 þús. á mánuði frá lífeyrissjóði hefur 134.140 kr. á mánuði frá TR.Hann hefur því ekki meira samanlagt frá TR og lífeyrissjóði en sá,sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð. Til hvers er verið að greiða í lífeyriissjóð alla ævi ef ríkið hirðir lífeyrinn,þegar hann á að koma til útborgunar á efri árum. Er þetta löglegt?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það eru allir stjórnmálaflokkar samsekir um þessa meðferð, sem við aldraðir og öryrkjar höfum sætt og verðum að sæta enn um sinn. Það skiptir í þessu sambandi engu, hvort fjármálaráðherrann er hægri eða vinstri maður. Ennfremur þarf að afnema tvísköttun lífeyris, þegar þjóðarskútan hefur rétt sig af í náinni framtíð.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 10.1.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband