170 sagt upp hjá ÍAV

  •  

   

 

ÍAV, sem er verktakahluti Íslenskra aðalverktaka, þarf að segja upp 170 starfsmönnum í sparnaðarskyni, en það er tæplega helmingur allra starfsmanna fyrirtækisins.

ÍAV mun skila af sér tónlistarhúsinu Hörpu í maí næstkomandi en tekjur vegna byggingar hússins mynda stærstan hluta veltu fyrirtækisins í dag. ÍAV mun fyrir næstu mánaðarmót tilkynna um uppsögn tæplega 170 starfsmanna, sem er tæplega helmingur allra starfsmanna fyrirtækisins en þar vinna tæplega 380 manns.

Að sögn Karls Þráinssonar, forstjóra ÍAV er uppsögn starfsmannanna liður í því að undirbúa fyrirtækið undir verklok tónlistarhússins. Þá hafi önnur verkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga ekki farið af stað en Karl sagði að fyrirtækið hefði bundið vonir við að stórar virkjanaframkvæmdir kæmust á skrið en það hafi ekki orðið að veruleika. Mjög fá verkefni byðust á Íslandi í dag og því hafi fyrirtækið ekki séð neinn annan kost í stöðunni en að grípa til uppsagna.

Að sögn Karls var mörgum starfsmönnum á skrifstofu fyrirtækisins sagt upp eftir bankahrunið. Flestir þeirra sem misstu starfið núna væru því iðnaðarmenn og menn sem störfuðu við framkvæmdir en þó væri eitthvað um uppsagnir hjá skrifstofufólki og stjórnendum einnig. Karl sagði að í dag hefði aðlögunarferli að uppsögnum hafist, en hugsanlega væri hægt að draga eitthvað úr uppsögnum ef fyrirtækið fengi ný verkefni á næstunni.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við Stöð 2 í dag að miðað við fjölda fyrirhugaðra uppsagna, þ.e 170, væri þetta stærsta einstaka hópuppsögn hjá íslensku fyrirtæki frá bankahruni. (visir.is)

Vonandi verður unnt að afstýra þessari uppsögn að öllu leyti eða að hluta til.Það yrði mikið áfall,ef þessi uppsögn kæmi til framkvæmda.


 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband