Lausn á Icesave veitir afgang að fjármálamörkuðum

Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt hefur verið á vefsíðu AGS í framhaldi af því að fjórðu endurskoðun áætlunar AGS og Íslands er lokið.

Portugal segir að Ísland hafi náð umtalsverðum árangri með áætluninni og að hagvöxtur sé í vændum á þessu ári samhliða því að enn ætti að draga úr verðbólgunni.

"Fagna ber nýjustu aðgerðum í þágu heimilanna og þær aðgerðir þurfi tíma til að virka með því að stöðva væntingar um frekari aðgerðir," segir Portugal. "Nýlegt regluverk um endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja ætti að bæta efnahagsreikning þeirra og leiða til skjótra fjárfestinga."

Þá kemur fram í máli Portugal að fyrirhugað afnám á gjaldeyrishöftnum eigi að taka í varkárum skrefum þar sem haft verði til hliðsjónar geta fjármálageirans til að standa undir útflæði gjaldeyris.

"Það er forgangsmál að styrkja innviði fjármálakerfisins og árangur hefur náðst á þeim vettvangi," segir Portugal.(visir,is)

Þetta er í samræmi við það,sem íslensk stjórnvöld hafa sagt.Nauðsynlegt er að leysa Icesave deiluna sem fyrst svo Ísland fái aðgang að lánsfé erlendis.

 

Björgvin Guðmundsson



Leitavélar

Veldu leitarvél

  • Visir
  • Google
  • Fréttablaðið
  • Yahoo
  • Wikipedia
  • já.is
  • YouTube
  • Facebook
Þú getur valið þér eina af mörgum leitarvélum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Mest lesið: Viðskipti

Fréttablaðið

  • Markadurinn
  • Allt
  • Forsíða Fréttablaðsins
  • Markadurinn
  • Allt
  • Forsíða Fréttablaðsins
  • Markadurinn

Skoðun

Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá?

Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá?

Einar Hugi Bjarnason
Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vext...

Stöð2

Skoðun

Farveginn vantar

Farveginn vantar

Ólafur Þ.Stephensen
Í Fréttablaðinu í gær birtist fróðlegt yfirlit um undirskriftasafnanir, þar sem tugir þúsunda hafa sett n...

Veður

Þú ert hér: Forsíða / Viðskipti / Viðskipti innlent / AGS: Lausn Icesave veitir aðgang að mörkuðum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband