Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Lausn á Icesave veitir afgang að fjármálamörkuðum
Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt hefur verið á vefsíðu AGS í framhaldi af því að fjórðu endurskoðun áætlunar AGS og Íslands er lokið.
Portugal segir að Ísland hafi náð umtalsverðum árangri með áætluninni og að hagvöxtur sé í vændum á þessu ári samhliða því að enn ætti að draga úr verðbólgunni.
"Fagna ber nýjustu aðgerðum í þágu heimilanna og þær aðgerðir þurfi tíma til að virka með því að stöðva væntingar um frekari aðgerðir," segir Portugal. "Nýlegt regluverk um endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja ætti að bæta efnahagsreikning þeirra og leiða til skjótra fjárfestinga."
Þá kemur fram í máli Portugal að fyrirhugað afnám á gjaldeyrishöftnum eigi að taka í varkárum skrefum þar sem haft verði til hliðsjónar geta fjármálageirans til að standa undir útflæði gjaldeyris.
"Það er forgangsmál að styrkja innviði fjármálakerfisins og árangur hefur náðst á þeim vettvangi," segir Portugal.(visir,is)
Þetta er í samræmi við það,sem íslensk stjórnvöld hafa sagt.Nauðsynlegt er að leysa Icesave deiluna sem fyrst svo Ísland fái aðgang að lánsfé erlendis.
Björgvin Guðmundsson
Veldu leitarvél
Visir
Google
Fréttablaðið
Yahoo
Wikipedia
já.is
YouTube
Facebook

Mest lesið: Viðskipti
Fréttablaðið
Skoðun
Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá?
Stöð2
Skoðun
Farveginn vantar
Veður
- Sími 512 5000
- Hafðu samband
- Starfsfólk
- Umferð
- Veftré
- Auglýsingar
- 365 Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Sími: 512 5000
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.