Laugardagur, 10. nóvember 2012
Hvað gerir alþingi í kjaramálum aldraðra?
Undanfarið hafa samtök aldraðra,Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík, rætt við alþingismenn um kjaramál aldraðra. Einkum hefur verið rætt um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja á miðju ári 2009 svo og um kjaraskerðingu og kjaragliðnun á krepputímanum en á því tímabili var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur en lágmarkslaun hækkuðu talsvert.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20% strax auk afturköllunar á kjaraskerðingunni,sem tók gildi 1.júlí 2009.Ekkert hefur bent til þess, að ríkisstjórnin ætlaði að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðingar á krepputímanum. Þess vegna hafa aldraðrir leitað beint til alþingis.Nú er spurningin sú hvað alþingi gerir í málefnum lífeyrisþega.Valdið liggur hjá alþingi.Ef ríkisstjórnin ætlar að hundsa réttmætar kjarakröfur aldraðra og öryrkja verður alþingi að taka í taumana og leiðrétta kjörin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.