Ráðherrar fengu 145 þús. kr. kauphækkun- aldraðir enga!

Í kjölfar  bankahrunsins ákvað ríkisstjórnin að skerða kjörin hjá tveimur hópum í þjóðfélaginu,eldri borgurum og öryrkjum og   ráðherrum og  alþingismönnum.Tilkynnt var,að þetta væri tímabundin ráðstöfun hjá báðum hópunum. Í desember 2011 var ákveðið að afturkalla launalækkun ráðherra og alþingismanna.Ráðherrar fengu þá 145 þús. kr. kauphækkun og hún var afturvirk  til 1. oktober þannig að ráðherrarnir fengu þá 435  þús. kr. launauppbót.Athyglisvert er,að mánaðarleg kauphækkun ráðherranna,145 þús.kr.,sem þeir fengu í desember í fyrra, er svipuð og allur meðaltals lífeyrir eldri borgara á heilum mánuði eftir skatta.Ráðherrar og alþingismenn hafa m.ö.o. fengið leiðréttingu á sínum kjörum vegna tímabundinnar kjaraskerðingar þeirra. En aldraðir og öryrkjar hafa ekki fengið neina leiðréttingu.Ráðherra velferðarmála segir nei, þegar hann er spurður hvort ekki eigi að leiðrétta kjör aldraðra vegna kjaraskerðingar þeirra 1.júlí 2009 .Þess hefði verið að vænta,að hann hefði meiri skilning á nauðsyn þess að leiðrétta kjör aldraðra eftir að hann hafði sjálfur fengið launaleiðréttingu í desember í fyrra,145 þús. kr.mánaðarlega hækkun og  435 þús. kr. alls í vasann vegna afturvirkni.En svo er ekki.Hann hefur fram til þessa neitað að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009 og vísað í staðinn í endurskoðun almannatrygginga.

Alþingismenn eru einnig búnir að fá "leiðréttingu" á sínum kjörum.Laun þeirra voru lækkuð 1.janúar 2009.Þeir fengu almenna  hækkun 1.júní 2011 og "leiðréttingu" 1.oktober 2011 en þá hækkuðu laun þeirra um 44 þús. á mánuði. Laun þeirra eru í dag 610.194 kr. Launahæstu embættismenn landsins hafa einnig fengið " leiðréttingu" á sínum launum vegna fyrri kjaraskerðingar. En aldraðir og örykjar sitja eftir.Stjórnvöld hafa ekki enn sem komið er talið tímabært að afturkalla kjaraskerðingu þeirra.Þetta er undarleg forgangsröð. Það er látið hafa forgang að hækka laun þeirra,sem hæst hafa launin en þeir,sem minnst hafa, eru látnir sitja á hakanum.Ekki getur þetta kallast norræn velferð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að eldri borgarar koma til með að styðja og styrkja núverandi ríkisstjórn í komandi kosningum. Svona mikilmenni eins og Steingrímur og & verða að fá nýta alla þá möguleika sem finnast í "norrænu velferðarsamfélagi", sérstaklega fyrir eldri borgara. Afhverju er okkur ekki sent arsenik í umslagi Bara í eitt skipti fyrir öll?. Það er léttast í vasa...

jóhanna (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband