Mánudagur, 4. desember 2017
Stjórnarmyndun: Vildi fljótt taka fyrir plan B!
Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut var í gær rætt um nýju stjórnina og aðdragenda hennar.Meðal viðmælenda voru Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Kolbeinn Proppé þingmaður VG.Kolbeinn gagnrýndi Loga fyrir að hafa viljað fá Flokk fólksins í miðvinstristjórn.Logi sagðist hafa viljað ræða við Flokk fólksins og kvaðst treysta 4 þingmönnum Flokks fólksins betur í útlendingamálum en 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Í umræddum viðræðum var minnst á bæði Viðreisn og Flokk fólksins,sem hugsanlega aðila að Miðvinstri stjórn. Framsókn lagðist gegn því að fá Viðreisn og VG hafði lítinn áhuga á að fá Flokk fólksins með.Í þessum viðræðum gætti mikillar óþolinmæði hjá Katrínu Jakobsdóttur.Hún var farin að ókyrrast eftir 3 daga og spurði hvort ekki væri rétt að fara að taka fyrir plan B. Sigurður Ingi hljóp frá borði eftir 4 daga og þá sleit Katrín þessum viðræðum.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.