Laugardagur, 30. desember 2017
Engin stefnumál VG náð fram að ganga!
VG hefur ekki náð neinum stefnumálum sínum fram í samstarfinu við íhald og framsókn,ekki í hefðbundnum stjórnmálum.Ekki hefur verið samþykkt að bæta kjör aldrara og öryrkja eða láglaunafólks eða annarra sem minna mega sín.Stefnan er óbreytt eins og hún var í síðustu stjórn og þar síðustu en íhaldið réði mestu í þeim báðum.Andres Ingi Jónsson þingmaður VG sagði,þegar hann ákvað að styðja ekki opinberar stjórnarmyndunarviðræður við íhald og framsókn og heldur ekki stjórnarsáttmálann,að hann sæi engin merki VG á samstarfinu.Í stjórnarsáttmálanum er ekkert tekið á fátæktinni í landinu. Málð er sett í nefnd!.Þegar Katrin Jakobsdóttir var spurð að því á alþingi hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað til þess að bæta hag þeirra,sem minnst mega sín sagði hún,að það yrði athugað í vor í tengslum við fjármálaáætlun!.Bjarni Ben hefði svarað þessu nákvæmlega eins.- Fjárlög fyrir 2018 voru samþykkt á miðnætti sl. .Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar þrátt fyrir orð um að bæta ætti vinnubrögð á alþingi og taka upp samstarf við minnihlutann.Það reyndist marklaust hjal.VG er komin í vist hjá íhaldinu.Flokkurinn,sem einu sinni var sósalistiskur vinstri flokkur er nú litlaus miðjuflokkur,nokkurs konar framsóknarflokkur.Það voru íhaldsfjártlög,sem samþykkt voru í nótt.Ekkert var í .þeim til hagsbóta fyrir þá,sem verst eru staddir,ekkert til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu
Björgvin Guðmundsson.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.