Þriðjudagur, 16. janúar 2018
Hækka þarf lífeyri aldraðra ríflega
Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,45% af þjóðartekjum en eftirlaun í ríkjum OECD eru til jafnaðar 8,2% af þjóðartekjum.Hér er átt við eftirlaun frá ríkinu,Tryggingastofnun.Til þess að jafna þennan mun og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og í ríkjum OECD þarf að hækka eftirlaun,lífeyri frá almannatryggingum um 72.059 kr á mann til jafnaðar hjá einstaklingum. Ég hef lagt til,að lífeyrir einhleypra eldri borgara yrði hækkaður um 125 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Aðalatriðið er að hækka verður lífeyrinn ríflega,þar eð hann dugar ekki til framfærslu eins og hann er í dag.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.