Fimmtudagur, 25. janúar 2018
Hækka þarf lægstu laun og lægsta lífeyri
Brýnasta verkefni verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í dag er að hækka verulega lægstu laun verkafólks og lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Bæði lágmarkslaun og lægsti lífeyrir er við fátæktarmörk og dugar hvergi nærri til framfærslu.
Aðildarfélög ASÍ hafa á undanförnum árum lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa og náð talsverðum árangri. Á sama tíma hafa skattleysismörk verið lækkuð m.v. kaupgjald og verulega dregið úr barna- og húsnæðisbótum þannig að kaupmáttur þessara hópa hefur ekki vaxið í sama mæli og nemur hækkun launa. Við þessu verður að bregðast, m.a. með: Hækkun skattleysismarka og tengingu persónuafsláttar við launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs. Eflingu barna- og húsnæðisbótakerfanna. Fjölgun íbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í 1000 á næstu 5 árum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.