Fimmtudagur, 5. apríl 2018
Engin raunaukning til aldraðra og öryrkja!
Ríkisstjórnin kynnti í gær fjármálaáætlun og fjármálastefnu til næstu 5 ára.Áætlunin veldur miklum vonbrigðum.Hún eykur ójöfnuð í landinu og gerir ekki ráð fyrir auknum framlögum til aldraðra og öryrkja nema vegna fjölgunar.Hins vegar á að lækka skatt á bönkum.RUV ræddi við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar og Birgi Þórarinsson frá Miðflokknum um áætlunina.Logi sagði,að þetta væri íhaldsáætlun; hún bæri greinlegan svip hægri stefnu.Engin hækkun væri á vaxtabótum og barnabótum þrátt fyrir loforð forsætisráðherra þar um;framlag til leiguíbúða fyrir þá tekjulægstu væru lækkuð um helming.Birgir sagði,að ríkisstjórn Katrínar lækkaði bankaskattinn en gæti ekki hækkað lífeyrir aldraðra og öryrkja.Hann gagnrýndi það.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.