Fimmtudagur, 5. apríl 2018
Dýrkeyptur hégómi!
Haustið 2017 skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni " Dýrkeyptur hégómi".Þar fjallaði ég um þann hégóma,að Katrín Jakobsdóttir skyldi leggja höfuðáherslu á að fá stól forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og í raun leggja meiri áherslu á það en að koma fram stefnumálum Vinstri grænna. Í greininni sagði ég m.a.: "Það reyndist Katrínu dýrkeyptur hégómi að fara fram á forsætisráðherrastólinn.Hún ræður engu í stjórninni.Er að vísu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum en það er það eina.En það leynist engum,að Bjarni ræður öllu í stjórninni.Katrín getur ekki einu sinni hækkað lægst launaða lífeyrisfólk nema með leyfi Bjarna.Hann stendur á bremsunni þó nógir peningar séu til.Katrín hefur fallegan ráðherrabíl og getur farið í skemmtilegar utanferðir til Parísar og Berlínar.En það er dýrkeyptur hégómi!Stefnumálin skipta meira máli.Þeim hefur verið fórnað fyrir hégómann!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.4.2018 kl. 07:23 | Facebook
Athugasemdir
Alveg hárrétt hjá þér björgvin. Svo finnst mér skrítið að BB skuli kalla leiðréttingu á bótum, hækkun. þeir skiluðu því sem þeir rændu af okkur, en þó ekki að fullu.þ,e.100.000 kallinn.
Eyjólfur G Svavarsson, 6.4.2018 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.