Lægsti lífeyrir við fátæktarmörk

Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki leiðrétta lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja? Það hefur ítrekað verið farið fram á það við forsætisráðherra,að svo verði gert en án árangurs.Undirritaður fór þessa á leit við forsætisráðherra strax í byrjun janúar.En ekkert hefur gerrst varðandi leiðréttingu.Rikisstjórnin setti málið í nefnd og hún skilar ekki áliti fyrr en næsta haust eða næsta vetur!

 

Kostar lítið að leiðrétta kjör þessa hóps

 

 Það liggur fyrir að ekki er unnt að lifa af lægsta lífeyri almannatrygginga fyrir aldraðra og öryrkja, þegar ekki er um aðrar tekur að ræða.Þessi lifeyrir er við fátæktarmörk.Það er tiltölulega lítill hópur,sem er eingöngu með tekjur frá almannatryggingum, hefur svokallaðan "strípaðan" lífeyri almnannatrygginga.Þess vegna kostar það ekki svo mikið að leiðrétta kjör þessa hóps Hvað er lífeyrir þessa fólks hár.Hann er þessi: Giftir eldri borgarar og öryrkjar hafa 204 þús kr. á mánuði eftir skatt.Einhleypir eru með 240 þús kr. á mánuði eftir skatt. Öllum er ljóst ,að það er engin leið að lifa af þessum lágu uppbæðum; upphæðin dugar ekki fyrir öllum útgjöldum.Fram til þessa hefur verið algengt,að lyf eða læknisheimsóknir hafi orðið útundan en í einstaka tilvikum hafa aldraðir eða öryrkjar ekki getað keypt nægilegan mat.Húsnæðiskostnaður er stærsti útgjldaaliðurinn.Hann getur verið á bilinu 150 þúsund til  190 þúsund kr á mánuði.Það er langtærsti útgjaldaliðurinn en kostnaður við samgöngur getur  einng verið mikill.

 

Vilja ekki hækka lífeyri á undan launum!!

 

Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekkert viljað gera til þess að leiðrétta framangreind lægstu kjör? Svarið er  þetta: Ríkisstjórnin vill ekki veita öldruðum og  öryrkjum kjarabætur áður en samið er um launakjör á almennum launamarkaði.Ríkisstjórnin óttast greinilega að hækkun lífeyris þrýsti lægstu launum upp! Keppikefli ríkisstjórnarinnar er að halda hækkun lægstu launa í skefjum,þannig að þau hækki helst ekki meira en 2-3 %.( Samtök atvinnulífsins vilja helst ekki meiri hækkun en 2%)

 

Nokkrir stjórnmálaflokkar vilja tengja lífeyri aldraðra og  öryrkja og lægstu laun saman.Mö.o:Þessir flokkar segja,að lífeyrir eigi að fylgja lág-

markslaunum.En það þýðir,að lífeyrir megi ekki hækka meira en lágmarkslaun.Þessari stefnu er ég ósammála. Ég tel,að stjórnvöld og samtök aldraðra eigi að berjast fyrir þeirri hækkun lífeyris,sem nauðsynleg er til þess,a  aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi og geti lifað með reisn.Það getur þurft að hækka lífeyri umtalsvert til þess að ná þessu markmiði. Það er síðan verkefni verkalýðshreytingarinnar að berjast fyrir þeirri launahækkun sem hreyfingin telur nauðsnlega til þess að hækka laun nægilega mikið.Það er ekki mál aldraðra eða samtaka þeirra.

 

Ólga í röðum launafólks!

 

Litlar líkur eru á því að það takist að halda launahækkunum lægstu launa við 2-3% .Ofurlaunahækkanir,stjórnmálamanna,embættismanna,dómara og  forstjóra einkafyrirtækja,að meðtödum bankastjórum hafa hleypt illu blóði í launafólk og verkalýðsfélög.Verkalýðsfélög og launamenn telja,að það sé sanngirnismál eftir það sem á undan er gengið,að leiðrétta kaup verkafólks myndarlega.Ég er sammmála því.Einkum er ég óánægður með laun þeirra lægst launuðu.Þeir eru í sömu stöðu og lægst launuðu aldraðir og örykjar.Það verður að leiðrétta myndarlega kjör allra þessara aðila.

 

Sumir stjórnmálamenn virðast hikandi við, að  berjast fyrir hærri lífeyri aldraðra en lágmarkslaun eru.Ég tel ástæðulaus að hika við það.Það er verkefni stjórnmálamanna að berjast fyrir mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja.Og þeir eiga ekki að hika við að tryggja þessum aðilum sómasamleg kjör.Aldraðir eiga að geta lifað ævikvöldið með reisn.Þeir eiga ekki að þurfa að horfa í hverja krónu.Og hið sama gildir um öryrkja.Það er næg byrði fyrir þá að glíma við erfiða sjúkdóma og skerta starfsorku þó fjárhagsáhyggjur bætist ekki við.

 

Aldraðir búnir að skila sínu vinnuframlagi

 

Ég tel ekki nauðsynlet að eldri borgarar ,sem komnr eru á ellilífeyrisaldr séu áfram á vinnumarkaðnum.Þeir eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. En ef þeir kjósa að vinna eitthvað eftir 67 ára aldur er gott,að þeir eigi kost á því án tekjuskerðingar ríkisvaldsins. Öryrkjar eiga erfiðara með að vinna vegna örorku sinnar,sjúkdóma og skertrar starfsorku.Þjóðfélagið verður að tryggja þeim fullnægjandi lífeyri.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Mbl. 11.ágúst 2018












« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband