Hafa skipt um hlutverk: Styrmir óánægður með misskiptingu í þjóðfélaginu en Ka trín ekki!!

 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins voru gestir Kristjáns Kristjánsssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun.Það,sem mér fannst athyglisvert  við málflutning gestanna var það,að Styrmir Gunnarsson sagði,að það væri mikil undiralda í þjóðfélaginu í dag og sterk tilfinning fyrir því,að misskipting í þjóðfélaginu væri að stóraukast en Katrín gaf til  kynn,að allt væri í góðu lagi í þjóðfélaginu.Þannig höfðu orðið greinileg hlutverkaskipti.Gamla kempan,sem stjórnaði Mbl og var einn af framámönnum Sjálfstæðisflokksins predikaði að draga þyrfti úr misskiptingu í þjóðfélaginu og sagði ,að hún mætti ekki vera of mikil en Katrín boðaði óbreytt ástand,taldi allt í góðu lagi.Þetta er  dæmigert fyrir ástandið í stjórnmálunum í dag.“Vinstri flokkur“ sprottinn upp úr tveimur verkalýðsflokkum er orðinn boðberi íhaldssjónarmiða og berst gegn launahækkun láglaunafólks og gegn hækkun lífeyris lægst launuðu aldraðra og öryrkja en gömul íhaldskempa af Morgunblaðinu varar við misskiptingu í þjóðfélaginu og heldur fram róttækum sjónarmiðum. 

Styrmir sagi,að VG hefði ekki náið samstarf við verkalýðshreyfinguna í dag eins og verkalýðsflokkarnir hefðu átt hér áður.Styrmir sagðist hafa kynnst nokkrum verkalýðsleiðtogum vel hér áður,eins og Birni Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni.Hann hefði komist að því að þessir menn hefðu verið einlægir verkalýðssinnar,sem hefðu verið að vinna gegn fátækt.Og hvað er athugavert við það,spurði Styrmir.“Við erum allir komnir af fátæku fólki“.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband