Hoggið í sama knérunn og áður!

Sú ákvörðun Tryggingastofnunar og ríkisstjórnar að fresta framkvæmd laga og níðast á öryrkjum allan janúar í staðinn er yfirgengileg og leiðir í ljós,að halda á uppteknum hætti 2019.Hér á ég við ný lög alþingis um að hætta eigi skattlagningu uppbóta öryrkja á lífeyri,uppbóta vegna reksturs bifreiða o.fl Alþingi samþykkti að lögin ættu að taka gildi 1.janúar 2019.Fulltrúar Tryggingastofnunar voru boðaðir í alþingi,þegar unnið var að afgreiðslu málsins.Tryggingastofnun var því með í ráðum og vissi allt um gildistöku málsins. Það er því alger fyrirsláttur hjá stofnuninni,að TR hafi ekki vitað um málið fyrr en rétt fyrir áramót.En stjórnvöld og TR eru orðin svo vön að valta yfir öryrkja (og aldraða raunar einnig) að þessir aðilar telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum! Og óvirðing stjórnvalda og TR við lög og reglur er svo mikil,að þessir aðilar komast upp með allt,sbr. hvernig þeir geta stöðugt níðst á öryrkjum í krónu móti krónu skerðingar málinu.- Það á ekki að réttlæta framferði stjórnvalda og TR á nokkurn hátt.Hér er verið að brjóta lög á öryrkjum,Svo einfalt er það. Það er enginn ljós punktur í málinu.Þetta er lögbrot, Þetta er svívirða.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband