Fimmtudagur, 24. janúar 2019
Gleymum ekki þeim,sem verst standa!
Enda þótt margir eldri borgarar og öryrkjar búi við erfiða afkomu kjósa margir að loka augunum fyrr því.Þeir vilja heldur ræða um þá,sem hafi góðar tekjur og standi vel.Mér er minnisstætt,þegar fyrrverandi þingmaður sagði við Ellert B.Schram formann FEB í Rvk: Hvað eruð þið að væla,hafa ekki eldri borgarar það ágætt.- Þetta viðhorf er kannski skýringin á aðgerðarleysi þingsins í málefnum þessa fólks.Margir þingmenn halda ef til vill,að ekkert sé að hjá eldri borgurum og öryrkjum!!
Sumir bera saman kjör þjóðarinnar áður á meðan fátækt var almenn og benda á,að kjörin hafi mikið batnað almennt. Og vissulega er það rétt. En það réttlætir ekki meðferð stjórnvalda á þeim ,sem verst hafa kjörin í dag,lægst launuðu öldruðum og öryrkjum og lægst launaða verkafólki. Það er ekki boðlegt í velferðarríki,að fólk komist ekki til læknis og geti ekki leyst út lyf sín.Og stundum hefur þetta fólk ekki nóg að borða.Það er ótrúlegt.Það er ekki mikið mál að bæta hér úr. En það verður að gera það og réttlætinu verður ekki frestað!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.