Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Pólitíkin tekur sinn toll
Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,tilkynnti í gær,að hann ætlaði að segja af sér í dag.Aðalástæðan er innanflokksátök og heiftarlegar árásir Guðjón Ólafs,fyrrum þingmmanns Framsóknar, á hann. Athyghlisvert er,að Björn Ingi stóð af sér öll þau miklu átök sem voru samfara því að hann sleit meirihlutasamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. En hann segir sjálfur að sér hafi sárnað meira árásir flokksbræðra hans á hann að undanförnu.
Vissulega er það rétt að innanflokksátökin eru alvarlegri en átökin á milli flokka. Ég man t.d. að þegar ég var í borgarstjórn sárnaði mér mest þegar Alþýðublaðið gerði harða árás á mig í tengslum við smíði togara fyrir Bæjarútgerðina.Ég sagði þá Alþýðublaðinu upp.Það er eftirsjá af Birni Inga úr borgarstjórn. Hann var vaxandi stjórnmálamaður og sýndi mikið pólitískt hugrekki þegar hann sleit samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn af málefnalegum ástæðum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.