Reykvíkingar mótmæla

Þegar fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í gær eftir myndun   nýs meirihluta  var mikill fjöldi Reykvíkinga saman kominn á áheyrendapöllum til þess að mótmæla  siðlausum vinnubrögðum við myndun hins nýja meirihluta. Svo mikil háreisti var á pöllunum,að ekki var fundar fært um tíma. Munu aldrei önnur eins mótmæli hafa verið  við fund borgarstjórnar a.m.k. ekki síðan Gúttóslagurinn var. Þessi mótmæli ásamt skoðanakönnun sem sýnir að 75%  eru andvíg nýja meirihlutanum segja sína sögu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta voru skrílslæti en ekki mótmæli. Það segir heilmikið um þig að þú skulir vera ánægður með svona framkomu. Ég er nógu gamall til að muna þá tíð þegar þú varst farþegi í borgarstjórn Reykjavíkur, það vissu allir, við Reykvíkingar svöruðum því með atkvæðum okkar. Manstu eftir því Björgvin, þá varst þú ekki svona gleiður eins og á myndinni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég skil ekki athugasemd þína. Ég var í 2o ár í stjórn Reykjavíkurborgar og var mjög ánægður með undirtektir Reykvíkinga,sérstaklega 1978,þegar meirihluti

Sjalfstæðisflokksins var felldur  eftir hálfrar aldar valdaskeið.Þá var ég brosmildur.

Mótmæli eru sjaldnast alveg friðsamleg.Þau voru það ekki 1949 við inngöngu Íslands í NATO.Hvítliðið ( aðallega Heimdellingar) lét þá mjög til sín taka og fór ekki með friði.

Kv. BG

Björgvin Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband