Trúmennska einkis metin

Mbl. skýrir frá því á forsiðu í dag,að starfsmanni,sem unnið hafði í 44 ár hjá HB á Akranesi hafi verið sagt upp störfum.Það er dæmigert fyrir nýja tíma í rekstri atvinnufyrirtækja,að þetta skuli eiga sér stað. Maður sem sýnt hefur fyrirtæki sínu slíka trúmennsku og hollustu er rekinn eftir 44 ár í starfi. Auðvitað hefði fyrirtækið átt að bjóða honum nýtt starf. En þetta er nýi tíminn. Það er ekkert hugsað um mannlegar tilfinningar og hollustu aðeins hugsað um það eitt að græða meira.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Sagt upp hjá HB Granda eftir 44 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggaði um svipað Björgvin. Nýi tíminn kemur sífellt og notaður sem afsökun fyrir hagræðingu. Þá er það skylda félagshyggjuafla að minna á gömlu gildin.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Atvinnurekstur er viðskipti og hefur verið alla tíð, þessi ímynd hins góða atvinnurekanda sem hugsar um sitt fólk eins og fjölskyldu sína er bara gömul glansmynd og von launþegans um umbun.

Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að ráðning í starf er ekkert annað en viðskiptasamningur á milli aðila, þar sem launþeginn samþykkir ákveðna skilmála um kjörin, og atvinnurekandinn fær réttin til að nýta starfskrafta launþegans til að afla sér og sýnu fyrirtæki tekna.

Að gera ráð fyrir því að atvinnurekendur líti á eldri starfsmann á einhvern annan hátt en til dæmis útkeyrðan bíl, er barnaskapur, og útkeyrðir bílar skapa hættu á viðhaldskostnaði, þetta er svona einfalt og hefur verið alla tíð.

Eina vörn launþegans er að safna fjölbreyttri reynslu og menntun, til að hafa eitthvað til að láta í skiptum fyrir laun, því er einhæft starf í áratugi á sama stað ekkert nema ávísun á úreldingu.

Það að hengja sig utan á einhvern atvinnurekanda og álíta hann björgunarbát lífsins er glapræði, þetta gekk kannski stundum í gamla daga, þegar duglegir menn stofnuðu fyrirtæki og hættu ekki fyrr en þeir voru bornir til grafar er liðin tíð, núna eru þetta sálarlausar fyrirtækjavélar sem ganga kaupum og sölum á milli hluthafa, án jafnvel nokkurra tengsla á milli eigenda og starfsmanna.

Fólk verður að taka ábyrgð á sér og sýnum út frá eigin getu og vera meðvitað um afskriftir viðskiptalífsins.

Engin rómantík í Kapítalismanum og græðgivæðingunni sem allir kölluðu eftir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Gulli litli

Nútíminn er trunta!

Gulli litli, 30.1.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

kannski var kominn tími til að fá uppsagnarbréf!

ekki gæti Mosi unnið svo lengi hjá sama atvinurekanda en þetta má telja með lengri starfsöldrum hjá nokkru viti borinri manneskju: að þrauka hátt í hálfa öld hjá sama atvinnurekenda! 

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband