Laugardagur, 2. febrúar 2008
Lítið fylgi Sjálfstæðisflokks og Ólafs í Rvk
Meirihluti borgarbúa, eða ríflega 60%, segjast óánægð með nýja meirihlutann í borginni samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Fylgi flokka í Reykjavík var einnig kannað og mælist Samfylkingin með mest fylgi eða 41%, Sjálfstæðisflokkur með 38% og fylgi Framsóknarflokks og Frjálslyndra og óháðra mælist um 2%.
27% sögðust ánægðir með nýja meirihlutann, 11% svöruðu hvorki né og 60% sögðust óánægðir með nýjan meirihluta. Gallup gerði einnig könnun í nóvember eftir að meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn lauk og meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra, tjarnarkvartettinn svonefndi, var myndaður í október. 42% sögðust ánægð með þann meirihluta og 36% óánægð.
Þá bera borgarbúar mest traust til borgarfulltrúa Samfylkingarinnar samkvæmt þjóðarpúlsinum en 46% sögðust bera mikið traust til flokksins en 28% lítið. 41% sögðust bera mikið traust til borgarfulltrúa vinstri grænna, 36% lítið. 33% sögðust bera mikið traust til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en 50% sögðust bera lítið traust til þeirra. 9% bera mikið traust til borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra en 64% lítið. Minnst traust bera borgarbúar til borgarfulltrúa Framsóknarflokksins en 79% sögðust bera lítið traust til þeirra, 4% mikið.
Þessar tölur koma ekki á óvart. Borgarbúar eru mjög óánægðir með óvönduð vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins við valdatökuna í Rvk. Flokkurinn hrifsaði til sín völdin og fékk Ólaf F.Magnússon til fylgis við sig með því að egna fyrir hann með borgarstjórastólnum. Það er einsdæmi ,að stjórnmálaflokkur hafi hagað sér á þennan hátt.Oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir kosningar,að flokkurinn mundi gera kröfu til borgarstjórastólsins en ei að síður létu þeir hann af hendi ef Ólafur F.Magnússon væri tilbúinn að svíkja félaga sína í fyrri meirihluta og ganga gegn varamanni sínum einnig.Borgarbúar eru mjög óánægðir með framferði Ólafs., Aðeins 16 % eru ánægðir með hann sem borgarstjóra.
Björgvin Guðmundsson
www gudmundsson.net
Fáir ánægðir með nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er merkilegt að sjá og heyra menntamálráðherra bera blak af flokki sínum hér í Reykjavík og það er vinsæll frasi hjá sjöllum að segja að borginni sé best borgið í þeirra höndum en ég veit ekki með aðra en ég hef ekki gleymt stjórnartíð þeirra hér í Reykjavík og svo þegar R listinn komst til valda og gjörbreytti aðstöðunni fyrir barnafólk Það sýnir sig hvar forgangsröðunin er hjá þeim leggja miklar fjárhæðir í ónýta húskofa setja sína menn í lykilstöður hjá Orkuveitunni Sjallar stjórna fyrir fyrir vildarvini sína eflaust er það gott fyrir þá en það búa fleiri í borginni og þó minni í pólitík sé skammt hef ég ekki trú á að fólk gleymi Reymálinu þó svo ólíklega vildi til að þessi svokallaði nýi meirihluti endist út tímabilið.
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 14:54
Ég er innilega sammála.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 2.2.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.