Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Frítekjumark fyrir lifeyrissjóðstekjur: Stendur á Sjálfstæðisflokknum?
Það undrar mig mjög,að ekki skyldi gert ráð fyrir frítekjumarki fyrir
lífeyrissjóðstekjur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 5.desember sl.
Eitt mikilvægasta hagsmunamál eldri borgara í dag er að afnema skerðingu á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna.Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því,að atvinnutekjur,allt að 100 þúsund krónur á mánuði, skerði ekki tryggingabætur.( 100 þúsund króna frítekjumark).Stefnt er að því,að sú breyting taki gildi 1.júlí n.k. og að hún gildi fyir þá sem eru 67-70 ára.En það er jafnvel enn mikilvægara að afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna eða a.m.k. að stíga fyrsta skrefið á þeirri braut.( 100 þús. kr. frítekjumark) -Það er mikið stærri hluti eldri borgara,sem er í lífeyrissjóði en sá hluti þeirra sem er atvinnumarkaði.Það eru 20-30% ellilífeyrisþega á vinnumarkaði en yfir 90 % eru
i lífeyrissjóði. Hvers vegna kom ekki tillaga um þessa breytingu? Samfylkingin vill gera hana. Stendur á Sjálfstæðisflokknum?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.