Mánudagur, 11. febrúar 2008
Vilhjálmur hættir ekki sem borgarfulltrúi
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ekki ætla að
hætta sem borgarfulltrúi enda telji hann sig hafa axlað fulla ábyrgð í REI- málinu. Þá sagði hann að hann ætli nú að nota tímann og fara vel yfir stöðu sína áður en hann ákveði hvort hann taki aftur við sem borgarstjóri. Þetta er niðurstaðan af blaðamannafundinum,sem Vilhjálmur hélt i Valhöll ú dag.
Vilhjálmur viðurkenndi,að staða hans hefði veikst og mál þessi hefðu verið erfið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Hann sagðist ætla að reyna að endurheimta traust borgarbúa.
Ég hefi vissa samúð með Vilhjálmi. Mér finnst fjölmiðlar hafa verið full aðgangsharðir við hann og óneitanlega minnir þetta á það þegar fjölmiðlar ofsóttu Guðmund Árna Stefánssson sem ráðherra og hættu ekki fyrr en hann sagði af sér.Ég tel ekki að það sé hlutverk fjölmiðla að ákveða hvort einhver hættir í stjórnmálum. Fjölmiðlar eru einnig mjög misjafnir eftir því hver í hlut á.Ef um sterkan stjórnmálamann er að ræða leggja þeir ekki í hann. T.d. fór sjónvarpið alltaf silkih0nskum um Davíð Oddsson.En nú hamast sjónvarpið á Vilhálmi.Það er mjög misjöfn meðferð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.