Föstudagur, 22. febrúar 2008
Eru fjármagnstekjur mikilvægari en lífeyrissjóðstekjur?
Það mun hafa verið ákveðið að setja 90 þús. kr. frítekjumark fyrir fjármagnstekjur.Er það m.a. rökstutt með því,að þá muni draga úr ofgreiðslum Tryggingastofnunar,þar eð oft séu það fjármagnstekjur sem gleymist eða séu vanáætlaðar hjá öldruðum.Það kann að vera góð og gild röksemd. En skýtur það ekki nokkuð skökku við,að tryggingabætur séu fremur skertar vegna lífeyrissjóðstekna en vegna fjármagnstekna.Hvort tveggja er sparnaður í flestum tilvikum. Lífeyrissjóður er ævilangur sparnaður. Fólk hefur greitt í lífeyrissjóð alla ævi til þess að eiga eitthvað til efri ára að vinnudegi loknum.Fjármagnstekjur eru yfirleitt einnig tilkomnar vegna sparnaðar en þá er þar um viðbótarsparnað að ræða. Þeim sparnaði er gert hærra undir höfði en lífeyrissjóðs sparnaði. Það sama á raunar við um viðbótarlífeyrirssparnað. Frá og með næstu áramótum á að vera unnt að leysa hann út án þess að hann valdi skerðingu tryggingabóta. Viðbótarlífeyrissparnaður verður þá einnig tekinn fram yfir lífeyrissjóðssparnað. Stenst þetta? Er unnt að verðlauna viðbótarlífeyrissparnað og fjármagnstekjur en refsa mönnum fyrir að greiða í lífeyrissjóð. Ég held ekki. Það verður að afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.
jörgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.