Miðvikudagur, 12. mars 2008
Reynt að tefja eftirlaunafrumvarp Valgerðar
Eftirlaunafrumvarp þingmanna var ásamt öðrum þingmannafrumvörpum til umræðu allsherjanefndar Alþingis í morgun, að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði frumvarpið fram fyrr á þessu þingi.
Birgir segir að málið verði til skoðunar hjá nefndinni á næstunni. Í stjórnarsáttmála er gert ráð fyrir að eftirlaunalögin verði tekin til skoðunar og segir Birgir að eitt af þeim atriðum sem allsherjanefnd þurfi að skoða sé hvaða vinna hafi farið fram í málinu af hálfu forsætisráðuneytisins.
Haft var eftir Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra, í fréttum RÚV í síðustu viku að unnið væri að stjórnarfrumvarpi í forsætisráðuneytinu um breytingu á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra. Þá kom fram að stjórnarfrumvarpið yrði líklega ekki lagt fyrir á þessu þingi.
Fyrir þrautseigju Valgerðar Bjarnadóttur ræddi allherjarnefnd loks umrætt frumvarp.En ljóst er af orðum formanns nefndarinnar,Birgis Ármannssonar,að hann vill drepa málinu á dreif og tefja framgang þess. Það er óásættanlegt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.