Fara Þingvellir af heimsminjaskrá?

Til greina kemur að setja Þingvallaþjóðgarð á lista UNESCO yfir heimsminjar í hættu, vegna lagningar nýs vegar milli Þingvallavatns og Laugarvatns.

„Við fylgjumst mjög vel með þessum vegaframkvæmdum og munum mögulega endurskoða stöðu þjóðgarðsins [á heimsminjaskrá UNESCO],“ segir dr. Mechtild Rössler, yfirmaður hjá heimsminjanefnd UNESCO.

Um er að ræða Lyngdalsheiðarveg, sem leggja á í stað vestari hluta Gjábakkavegar. Skipulag framkvæmdarinnar hefur verið samþykkt, en eftir er að bjóða verkið út.

„Það er augljóslega verið að gefa samgönguyfirvöldum gula spjaldið,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um orð dr. Rösslers.

 

Hann bendir á að nýi vegurinn færi umferðina nær Þingvallavatni og viðkvæmum hrygningarsvæðum. Auk þess megi búast við stóraukinni umferð um þjóðgarðinn með lagningu þjóðvegar með 90 km hámarkshraða milli Laugarvatns og Þingvallavatns.

Ég tel,að það sé óráð að leggja umræddan veg milli  Þingvallavatns og Laugarvatsn,ef halda á Þingvöllum á lista UNESCO yfir heimsminjar.

 


mbl.is Þingvellir af heimsminjaskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það má líka hugsa sér að taka Þingvelli af heimsminjaskrá til að minnka umferð um þjóðgarðinn Hins vegar er þessi nýi vegur hreint glapræði að því er virðist.

Júlíus Valsson, 21.3.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband