Tíbet fái fullt sjálfstæði

Um sextíu manns efndu til mótmæla fyrir utan Kínverska sendiráðið í Reykjavík klukkan eitt í dag. Forsvarsmaður hópsins sagði að verið væri að stofna samtökin Vinir Tíbets sem vilja vekja athygli á mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet.

Mótmælin fóru friðsamlega fram og var þeim lokið um klukkan tvö enda er ákaflega kalt í veðri til að standa langar mótmælastöður.

Frumsýndur var baráttubolur sem Jón Sæmundsson hefur hannað

Ég fagna þessum mótmælum.Stöðva verður mannréttindabrot Kínverja í Tíbet.Nú er rétti tíminn til þess að herða baráttuna gegn mannréttindabrotum,þar eð Kinverjar eru að undirbúa Olympiuleikana og vita að margar þjóðir geta sniðgengið leikana, ef þeir taka sig ekki á í mannréttindamálum. Lokatakmarkið á að vera að  Tibet  fái fullt sjálfstæði.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mannréttindabrotum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér. Lokatakmarkið á að vera fullt sjálfstæði Tíbeta, ekkert annað.

Það er óskandi að Tíbetar fái nú stuðning heimsbyggðarinnar. Þeirra tími er kominn!

Kristbjörg Þórisdóttir, 29.3.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Kínversk stjórnvöld telja að hér sé um alvarlega tilraun til að grafa undan kínverska stórveldinu.  Við verðum bara að virða það og láta ekki Dalæ Lama plata okkur!

Björn Heiðdal, 29.3.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband