Sunnudagur, 30. mars 2008
Aldraðir: 8 þúsund eftir af 25 þúsundunum!
Sú tillaga ríkisstjórnarinnar,að þeir sem ekki eru í lífeyrissjóði fái ei að síður 25 þúsund krónur á mánuði í lífeyri frá lífeyrissjóði felur í sér sáralitlar kjarabætur. Í fyrsta lagi er það mjög lítill hópur ellilífeyrisþega,sem nýtur þessa. En í öðru lagi verður þessi upphæð skattlögð og veldur skerðingu tryggingabóta i þannig,að eftir skatta og skerðingar verða ekki nema um 8 þúsund krónur eftir. Það er öll kjarabótin,sem þessi litli hópur fær. Það tekur því varla að nefna þetta lítilræði.
Þörf á nýjum vinnubrögðum
Við höfum fengið nýja ríkisstjórn og nýjan félags--og tryggingamálaráðherra.En vinnubrögðin hafa ekkert breyst. Þau eru eins og áður,þegar Framsókn var í ríkisstjórninni. Það er verið að draga kjarabætur fyrir aldraða á langinn,tefja þær eins lengi og unnt er. Þetta gengur ekki. Vinnubrögðin verða að breytast. Við höfum ekkert að gera við nýja ríkisstjórn, ef vinnubrögðin breytast ekki.Ríkisstjórnin verður að taka upp alveg ný viðhorf til eldri borgara og öryrkja. Hún verður að taka upp jákvæð viðhorf. Hún á að athuga strax hvað hún getur gert til þess að bæta kjör þessara hópa og hún á að framkvæma kjarabætur strax, ekki síðar
Björgvin Guðmundsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.