Á að leggja Seðlabankann niður?

Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans.

Fjallað er um reksturinn í ársskýrslu Seðlabankans sem birt var á aðalfundi bankans nú fyrir helgina. Þar segir að hin mikla breyting á rekstri bankans úr góðum hagnaði 2006 og yfir í tap á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af gengismun.

Árið 2006 nam gengishagnaður tæpum 12 milljörðum kr. en á síðasta ári nam gengistap tæpum 6 milljörðum kr.

Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri lagði hann til,að Bæjarútgerð Reykjavíkur yrði lögð niður þar eð tap var á rekstri hennar. Með sömu rökum mætti segja nú,að leggja ætti Seðlabankann niður,þar eð tap er á rekstri hans.Margir segjs einnig,að ekkert gagn sé í Seðlabankanum.Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill meira að segja meina,að Seðlabankinn geri ógagn. Ekki er þörf  á því að reka Seðlabankann í þeim tilgangi einum að hækka stýrivexti. Það gætu margar stofnanir aðrar séð um að breyta stýrivöxtum.Ekki er heldur þörf á að reka Seðlabanka sem afdrep fyrir afdankaða pólitíkusa. Það hlýtur að mega koma þeim einhvers staðar annars staðar fyrir.Það má því hugsa um það í fullri alvöru að leggja Seðlabankann niður.Við það mundu sparast umtalsverðir fjármunir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband