30.mars,afmæli óeirða við Alþingishúsið

Í dag eru 59 ár frá  því óeirðirnar miklu urðu við Austurvöll í tengslum við inngöngu Íslands í NATO.Ég var þá í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og gekk úr skólanum heim og um Austurvöll. ER ég kom á Austurvöll var óeirðum  að ljúka og útlitið eins  og eftir loftárás.Fjöldi fólks var  á Austurvelli að mótmæla inngöngu Íslands í NATO en einnig var þar mikill fjöldi sem studdi inngönguna enda höfðu Sjálfstæðisflokkur,Framsókn og Alþýðuflokkur beðið stuðningsmenn NATO að koma á Austurvöll.Lögregla varð að skakka leikinn og þetta voru sennilega mestu óeirðir a.m.k. frá Gúttóslagnum.

 

BJörgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband