Sunnudagur, 30. mars 2008
Unnið að auknum jöfnuði-en stutt skref stigin
Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sagði formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að ríkisstjórnin hafi verið starfsöm og að unnið hafi verið að því að auka jöfnuð í íslensku samfélagi en vinna þyrfti bug á verðbólguvandanum og lækka tolla á innflutt matvæli.
Um hremmingarnar í fjármálaheiminum sagði hún: Spákaupmenn í fjarlægum heimshornum hagnast á hremmingum krónunnar, sem er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi, og það vefst hvorki fyrir þeim siðferðilega né fjárhagslega að taka stöðu gegn henni ef þeir sjá í því hagnaðarvon. Í fjármálaheiminum er enginn annars bróðir í leik og það er ekki spurt um heiður eða sóma heldur auð og áhrif."
Til að ráða bót á þessum vanda sagði hún að mikilvægt væri að senda skýr skilaboð til spákaupmanna um að áhlaupi þeirra verði hrundið og að efnahagskerfið verði varið með ráðum og dáð.
Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið.," sagði Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún sagði að leggja þyrfti kapp á að halda aftur af verðbólgunni. Þarna þurfa allir að leggjast á eitt og það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn."
Ingibjörg Sólrún talaði mjög skýrt um efnahagsmálin og dró ekki undan ,að erfiðir tímar væru framundan í þeim.Varðandi velferðarmálin sagði hún,að unnið hefði verið að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Hún nefndi í því sambandi aðgerðaráætlun til þess að bæta hag barna og ungmenna og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. um kjör aldraðra og öryrkja.Vissulega hefur ríkisstjórnin gert vissar ráðstafanir á sviði velferðarmála,sem miða í rétta átt enda þótt skrefin séu stutt sem stigin hafa verið,t.d. á sviði hagsmunamála aldraðra og öryrkja. Skrefin í skattamálum eru einnig mjög stutt. Skattleysismörk eiga aðeins að hækka um 5800 kr. á næsta ári og það tekur 3 ár að hækka þau um 20 þúsund á mánuði. En atvinnurekendur fá lækkun á tekjuskatti sínum í einu lagi strax næsta ár,þ.e. lækkun úr 18% í 15%.Hér verður að bæta um betur. Flýta þarf skattalækkunum fyrir einstaklinga og auka tollalækkanir á innfluttum matvælum.Bensíngjald þarf að lækka.
Björgvin Guðmundsson
Erfiðar ákvarðanir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er rétti tíminn til þess að lækka skatta þegar verðbólgan er á fleygiferð?
Svala Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.