Vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekku og Reykjanesbraut í morgun

Búið er að staðfesta lokanir á Ártúnsbrekku til austurs og vesturs. Einnig er búið að loka á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara.  Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar hjá Umferðardeild lögreglunnar er ráðlegt fyrir fólk að halda sig heima, hlusta á fréttir og meta ástandið.Eftir um klukkutímastöðvun opnuðu bílstjórar á ný.

Það er að sjálfsögðu stórhættulegt að loka aðalumferðaræðunum út  úr borginni. En almenningur hefur tekið aðgerðum bílstjóranna af furðumikilli ró og Mbl. skrifaði leiðara um málið af miklum skilningi á málstað bílstjóranna. Þetta sýnir ef til vill best hve mikil ólga og undiralda er í þjóðfélaginu. Það er mikil óánægja með miklar eldsneytishækkanir og gengishrunið veldur miklum hækkunum sem almenningur finnur illilega fyrir.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Lokanir á Ártúnsbrekku og Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hér er um mjög alvarleg lögbrot að ræða. Tvær greinar hegningarlaganna 168. gr. og 176. gr. koma þar til skoðunar. Þar er m.a. kveðið á um bann við að raska samgöngum á alfaraleiðum. Mjög umhugsunarvert er hvers vegna lögreglan tekur ekki á þessu lögbroti.

Ljóst er að mótmælendur virðast ekki gera sér neina grein fyrir hugsanlegum afleiðingum þessa verknaðar. Ef slys eða einhver hætta á sér sta, lögregla, sjúkrabílar og brunabílar komast ekki leiðar sínar, ætla þessir menn að axla ábyrgð? Þarna væri kjörið tækifæri fyrir ofbeldismenn, t.d. bankaræninga og brennuvarga til að grípa til aðgerða á sama tíma og þessar lögleysu aðgerðir mótmælenda standa yfir. 

Hins vegar er sjálfsagt að mótmæla of háu eldsneytisverði en velja þarf réttu aðferðina til þess. Betra er að hafa lögin með sér en móti! Þessar aðgerðir eru slæmt fordæmi og ekki ósennilegt að aðrir mótmælendur beiti sömu eða áþekkum aðferðum hugsanlega með skelfilegum afleiðingum um næstu framtíð.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband